Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ágóði Skötumessu í Garði til Hæfingarstöðvarinnar
    Þóra Kristín Hermannsdóttir, Ástvaldur Ragnar Bjarnasson og Kara Hafstein Ævarsdóttir. VF-mynd/dagnyhulda
  • Ágóði Skötumessu í Garði til Hæfingarstöðvarinnar
    Fanney St. Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi, ásamt þremur þeirra sem héldu Skötumessuna, þeim Guðlaugi H. Sigurjónssyni, Ásmundi Friðrikssyni og Þórarni Guðbergssyni.
Mánudagur 23. nóvember 2015 kl. 16:55

Ágóði Skötumessu í Garði til Hæfingarstöðvarinnar

- Afhentu skynörvunar- og hreyfiherbergi.

Ágóði Skötumessunnar sem haldin var í Garði í júlí síðastliðnum var nýttur til að útbúa skynörvunar- og hreyfiherbergi hjá Hæfingarstöðinni á Ásbrú. Herbergið var formlega afhent í síðustu viku. Að sögn Fanneyjar St. Sigurðardóttur, forstöðuþroskaþjálfa hjá Hæfingarstöðinni, mun tilkoma herbergisins bjóða upp á fjölbreyttara starf með notendum þar. „Herbergið er ætlað til að auka og örva skynjun og ná slökun. Skynjun felur í sér að nema áreiti í umhverfinu. Við skynjum áreiti með sjón, heyrn, lykt, bragði og snertingu,“ segir hún.

Í skynörvunarherberginu er sérhannað rúm sem bassakeilur eru tengdar við. Í lofti og á veggjum eru ljós og myndir og þannig örvast skynjun þeirra sem í herberginu eru. Í hreyfiherberginu eru göngubretti, þrekhjól og jógaaðstaða sem nýtt er til að auka hreyfingu samkvæmt getu hvers og eins notanda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásmundur Friðriksson þingmaður afhenti herbergin fyrir hönd þeirra sem að Skötumessunni stóðu og kom í þakkarræðu sinni á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að framkvæmdina.

Hjá Hæfingarstöðinni eru 30 notendur sem sækja þjónustu og dvelja þar ýmist frá þremur og upp í átta tíma á dag.

Við afhendingu herbergjanna í síðustu viku. Frá vinstri Fanney St. Sigurðardóttir, Unnur H. Ævarsdóttir, Jóna Halla Hallsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Þórarinn Guðbergsson og Guðlaugur H. Sigurjónsson.

Þóra Kristín og Kara Hafstein í jógahorninu.