Ágætisveður framundan á suðvesturlandi
Klukkan 9 var norðan og norðvestan, víða 18-23 m/s suðaustan- og austanlands, en annars hægari. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnanlands. Víða var skafrenningur. Frost var 4 til 12 stig, minnst í Seley.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á austanverðu landinu fram eftir morgni.
Norðan 18-28 m/s og talsverð snjókoma austanlands, en norðan 8-13 og léttir til vestanlands. Norðvestan 13-20 og él austantil síðdegis, en hægviðri og léttskýjað vestantil. Hægviðri um mest allt land seint í nótt, en norðvestan 13-18 við norðausturströndina. Frost 3 til 18 stig, mildast á Austfjörðum. Suðaustan 10-15 m/s og dálítil snjókoma vestast á morgun, en annars mun hægari vestlæg átt og bjart veður. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á austanverðu landinu fram eftir morgni.
Norðan 18-28 m/s og talsverð snjókoma austanlands, en norðan 8-13 og léttir til vestanlands. Norðvestan 13-20 og él austantil síðdegis, en hægviðri og léttskýjað vestantil. Hægviðri um mest allt land seint í nótt, en norðvestan 13-18 við norðausturströndina. Frost 3 til 18 stig, mildast á Austfjörðum. Suðaustan 10-15 m/s og dálítil snjókoma vestast á morgun, en annars mun hægari vestlæg átt og bjart veður. Hlýnandi veður.