Ágætis spá fyrir Sjóarann Síkáta
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Suðaustan 5-10, en 8-15 síðdegis, hvassast úti við sjóinn. Skúrir, en samfelld rigning um tíma í kvöld. Hægari vindur í nótt, en hvessir aftur á morgun. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast í uppsveitum.
Spá gerð 03.06.2007 kl. 09:46
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, hvassast við vesturströndina og hiti 9 til 15 stig. Hægari suðlæg átt norðan- og austanlands, skýjað með köflum eða bjartviðri og allt að 20 stiga hiti. Á miðvikudag: Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir suðvestan- og vestanlands, rigning á Suðausturlandi en bjart að mestu á Norðurlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Fremur hæg suðlæg- eða breytileg átt með skúrum eða þokusúld víða um land, þó lengst af bjartviðri austanlands. Kólnar lítið eitt í veðri. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir hæga breytilega átt með skúrum víða um land. Hiti 6 til 12 stig.
Spá gerð 03.06.2007 kl. 08:23
VF-mynd/Þorsteinn Gunnar - Frá dagskránni í gær.