Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ágætis helgarveður
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 08:10

Ágætis helgarveður


Svo er að sjá að það viðri ágætlega á suðvesturhorninu um helgina. Spáin fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðan 5-10 m/s og stöku skúrum í dag, en norðaustan 8-13 á morgun og bjartviðri. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan og norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið. Heldur hvassara og bjartviðri í nótt og á morgun. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s. Rigning N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag:
Norðan 5-13 og rigning eða slydda N- og A-lands, en annars bjart veður. Kólnar heldur.

Á mánudag:
Norðlæg átt og slydduél, en hægviðri A-til og bjart veður að mestu sunnantil. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt og rigning með köfluim vestantil, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður í bili.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytileg átt og þurrt víðast hvar. Fremur svalt í veðri.
---

Ljósmynd/elg – Veðurblíðunnar notið á kvöldgöngu á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024