Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aftur fær Thorsil greiðslufrest
Þriðjudagur 15. desember 2015 kl. 17:13

Aftur fær Thorsil greiðslufrest

Greiða gatnagerðargjöld í mars 2016

Thorsil ehf. hefur fengið greiðslufrest vegna gatnagerðargjalda sem fyrirtækið átti að greiða Reykjanesbæ í dag, 15. desember. Fresturinn færist til 15. mars 2016. 

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að Reykjaneshöfn og Thorsil ehf., sem fyrirhugar að byggja kísilverksmiðju í Helguvík, hafi gert með sér samkomulag vegna tafa á framgangi lóðar- og hafnarsamnings frá 11. apríl 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsti gjalddagi gatnagerðargjalda færist aftur til 15. mars 2016, gegn því að búið verði að aflétta fyrirvörum fyrir þann tíma.

Tilkyninngin í heild sinni