Aftengja lýsingu á Reykjanesbraut og skoða að fjarlægja staurana
Vegagerðin er að slökkva á lýsingu á Reykjanesbraut. Annar hver ljósastaur verður aftengdur en lýsing við gatnamót verður ekki minnkuð. Með þessu er Vegagerðin að spara 10 milljónir króna á ári.
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við mbl.is nú áðan að áhöld væru um það hvort lýsing utan þéttbýlis veiti meira öryggi eða ekki. Einnig skapa ljósastaurarnir sjálfir ákveðna hættu. Hann sagði að verði ákveðið að hafa slökkt á öðrum hverjum staur hljóti að verða skoðað hvort fjarlægja eigi staurana alveg þótt það sé ekki gert núna.
Hann benti einnig á að einungis önnur akbrautin er lýst, það ser sú sem ekið er eftir suður á Reykjanes. Hvað varðar slæm akstursskilyrði, eins og skafrenning, þá sagði hann að sumum þyki óþægilegt að hafa þessa lýsingu í skafrenningi.