Laugardagur 9. desember 2006 kl. 20:56
Aftakaveður í Grindavík
Aftakaveður er í Grindavík þessa stundina þar sem er mikill vindur og vatnsviðri.
Björgunarsveitarmenn eru nú að tryggja landfestar skipa við höfnina og binda niður laus fiskikör.
Meðfylgjandi símamynd tók Hilmar Bragi Bárðarson við Grindavíkurhöfn fyrr í kvöld.