Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 8. febrúar 2000 kl. 14:13

Afsláttur af fasteignagjöldum

Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt að þeir fasteignaeigendur sem staðgreiða álögð fasteignagjöld ársins 2000 fyrir 20. febrúar n.k. fái 7% afslátt af gjöldum. Í Garðinum eru fasteignagjöld af íbúarhúsnæði 0,36% af álagningarstofni og er það í lágmarki þess sem sveitarfélög leggja á. Af atvinnuhúsnæði er lagt á 1,00% af álagningarstofni og er það hvergi lægra á Suðurnesjum en er það sama og í Grindavík. Gjalddögum var einnig fjölgað úr fimm í sjö. Sigurður Jónsson sveitastjóri Gerðahrepps benti jafnframt á að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar eigi rétt á að sækja um afslátt eða niðurfellingu. „Hvort afsláttur eða niðurfelling er samþykkt fer eftir tekjum viðkomandi“, sagði Sigurður. Um síðustu áramót var tekinn upp aukavatnsskattur í Garði á fyrirtæki. Þau þurfa nú að greiða sérstakt gjald fyrir hvert tonn sem þau nota frá Vatnsveitu Gerðahrepps. Gjaldið er 5 kr. á hvert tonn. Sigurður sagði að það sé lægsta gjald sem sveitarfélög taki á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024