Afrekssjóði framúrskarandi íþróttamanna vísað til íþrótta- og tómstundaráðs
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa tillögu Margrétar Þórarinsdóttur bæjarfulltrúa Miðflokksins um stofnun afrekssjósð íþróttafólks í Reykjanesbæ til íþrótta- og tómstundaráðs.
Tillagan hljómar svo: „Bæjarstjórn samþykkir að Reykjanesbær stofni afrekssjóð fyrir framúrskarandi ungt íþróttafólk sem
eiga lögheimili í bæjarfélaginu“.
Í greinargerð með tillögunni segir:
„Ef Reykjanesbær á að rísa undir merki sem íþróttabær verður að hlúa að unga fólkinu sem leggur mikið á sig til árangurs. Margar rannsóknir hafa sýnt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og við eigum að vera stolt af afreksfólkinu okkar og gera því kleift að stunda íþróttir óháð fjárhag foreldranna. Það er löngu tímabært að við hyglum unga afreksfólkinu okkar, sama hvaða íþrótt það stundar. Í afrekssjóðinn á að vera hægt að leita þegar ungmennin okkar eru valin í landslið í hvaða íþróttagrein sem er og úthlutanir verða óháðar því hversu mörg ungmenni ná svo langt hverju sinni“.