Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn
Myndin er af GPS mælastöð Jarðvísindastofnunar HÍ, sem nú skilar gögnum í rauntíma til Veðurstofunnar. Ljósmynd: Veðurstofa Íslands
Miðvikudagur 29. janúar 2020 kl. 20:05

Áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn

Með auknu eftirliti berast nú fleiri gögn til Veðurstofu Íslands sem gefa skýrari mynd af þróun mála við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga.

„Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Erfitt er að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum, en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga, sem nú berast í hús, er greinilegt að landrisið er enn í gangi,“ segir í færslu á fésbókarsíðu Veðurstofunnar síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar sem um er að ræða langtíma atburð þarf að fylgjast vel með svæðinu og mælingunum þar til lengri tíma, til að átta sig betur á heildarferli jarðhræringanna.

Sérfræðingar Veðurstofunnar í samvinnu við starfsmenn HS Orku hafa í dag unnið að gasmælingum á svæðinu umhverfis Þorbjörn. Þær mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé komin nálægt yfirborði. Það styðja einnig vatnssýni sem HS Orka tók, en slíkt er gert tvisvar í viku.

Myndin er af GPS mælastöð Jarðvísindastofnunar HÍ, sem nú skilar gögnum í rauntíma til Veðurstofunnar.

Nánar má fylgjast með skjálftavirkni og þróun mála hér.