Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áframhaldandi góður rekstur Reykjanesbæjar
Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar í ræðustól á bæjarstjórnarfundi í ráðhúsi Reykjanesbæjar.
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 10:24

Áframhaldandi góður rekstur Reykjanesbæjar

- segja Sjálfstæðismenn um 3 ára fjárhagsáætlun

Þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær með atkvæðum sjálfstæðismanna, Samfylking sátu hjá  og Framsókn greiddi atkvæði á móti í atkvæðagreiðslunni.

Þriggja ára áætlun sem hér er lögð fram gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum rekstri bæjarins og lækkun skulda, þrátt fyrir að varlega sé áætlað með tekjur til bæjarfélagsins af atvinnuverkefnum. Niðurstöður ársreikninga 2011 og það sem af er þessu ári sýna að rekstur bæjarsjóðs skilar góðri framlegð og með þeirri hæstu sem sveitarfélög skila. Reykjanesbær er einnig með eina sterkustu eignastöðu á landinu en að sama skapi eru skuldir og skuldbindingar mjög háar. Stærsta verkefnið framundan er að ná að koma atvinnulífinu í gang og leita leiða til að lækka skuldir Reykjanesbæjar gagnvart rekstri hafna. Sú mikla fjárfesting sem lagt hefur verið í til að skapa grunn að sterku atvinnulífi mun skila sveitarfélaginu stórauknum tekjum þegar fram í sækir. Með því móti hækka tekjur og unnt verður að lækka skuldakostnað og greiða niður skuldir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024