Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áframhald á rigningu
Föstudagur 17. október 2008 kl. 09:31

Áframhald á rigningu

Veðurspá fyriri Faxaflóa: Suðvestan 8-13 m/s og rigning eða skúrir. Hiti 2 til 7 stig. Norðan 8-13 og léttir til á morgun, hægari vindur síðdegis. Hiti nálægt frostmarki.
 
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Snýst í vaxandi austan- og norðaustanátt, 8-13 m/s síðdegis. Dálítil slydda eða snjókoma suðaustan- og austantil, annars úrkomulítið. Hiti um frostmark, en 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands.
 
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt, snjókoma eða él N- og A-lands, annars þurrt og bjart veður. Lægir á þriðjudag og dregur úr úrkomu. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustantil.
 
Á miðvikudag:
Austanátt og og slydda eða snjókoma, einkum sunnanlands, en úrkomulítið NA-lands. Áfram kalt í veðri.
 
Á fimmtudag:
Útlit fyrir allhvöss norðaustanátt með ofankomu, einkum austantil og kalt veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024