Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram verði lögð rækt við tónlistararfinn
Sunnudagur 19. febrúar 2023 kl. 07:03

Áfram verði lögð rækt við tónlistararfinn

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar starfsfólki Hljómahallar til hamingju með viðurkenninguna Gluggann. Hljómahöll hlaut verðlaunin og viðurkenninguna á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í Hörpu þann 1. desember 2022 en þar voru veitt verðlaun fyrir einstaklinga og hópa sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf undanfarin misseri. Verðlaunin hlaut Hljómahöll fyrir að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjölbreyttri tónlistardagskrá undanfarin ár.

Menningar- og atvinnuráð leggur áherslu á að áfram verði lögð rækt við tónlistararf Reykjanesbæjar í takt við menningarstefnu Reykjanesbæjar sem hefur að leiðarljósi að menningin fái tækifæri til að vaxa og blómstra sem lifandi afl í samfélaginu með fjölbreyttum og framsæknum menningarstofnunum, sem efla bæjarbrag, auka víðsýni, auðga mannlíf og efnahagslega framþróun Reykjanesbæjar, segir í afgreiðslu ráðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024