Áfram vætusamt
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðvestan 8-13 m/s og rigningu með köflum, en síðar skúrum. Hægari undir kvöld, suðlæg átt, 5-10 á morgun. Hiti 7 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 3-8 m/s og dálítil rigning vestantil. Hvessir síðdegis með rigningu sunnantil. Hiti 8 til 13 stig.
Á föstudag:
Austan og síðan sunnan 8-15 m/s og talsverð rigning um allt land, en úrkomuminna norðaustanlands seinni partinn. Hiti svipaður.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt, hvöss á köflum, einkum á Vestfjörðum. Vætusamt sunnan- og vestantil, en úrkomuminna norðaustanlands. Milt í veðri.
Á mánudag:
Norðlæg átt og rigning norðan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Kólnandi veður.