Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram vætusamt
Föstudagur 3. nóvember 2006 kl. 10:38

Áfram vætusamt

Í morgun kl. 09 var suðvestlæg átt, víða 3-10 m/s og rigning eða skúrir. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Vattarnesi.

Yfirlit:
Vestur af Jan Mayen er 993 mb lægð sem fer NA og skilur eftir sig lægðardrag milli Íslands og Grænlands. Yfir Bretlandseyjum er 1034 mb hæð en við Nýfundnaland er vaxandi 1005 mb lægð á norðausturleið.


Veðurhorfur á landinu:

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:

Suðvestlæg átt, víða 8-15 m/s og rigning eða skúrir. Léttir til á austanverðu landinu síðdegis. Kólnar lítillega, hiti 2 til 7 stig í kvöld. Mun hægari í fyrramálið, en rigning og hvessir sunnan- og vestantil síðdegis á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir. Lægir í nótt, en suðvestan 13-18 og rigning síðdegis á morgun. Hiti 3 til 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024