Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram vætusamt
Föstudagur 14. júlí 2006 kl. 09:11

Áfram vætusamt

Á Garðskagavita voru SA 13 klukkan 8 í morgun og hiti 12 stig

Klukkan 6 var sunnan- og suðaustanátt, 13-18 m/s víða um land en þó talsvert hægari á NA landi. Rigning var sunnan og vestantil. Hiti 8 til 13 stig.

 

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 13-18 m/s og rigning. Lægir talsvert og styttir upp V til eftir hádegi. SV 8-13 í kvöld en 13-18 á morgun og skúrir eða rigning. Hiti 10 til 13 stig.


Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Sunnan 13-23 m/s og rigning, hvassast á hálendinu, einkum norðan jökla og sums staðar við vesturströndina. Hiti 10 til 23 stig í dag, hlýjast á NA- og A-landi. Lægir vestanlands uppúr hádegi en þar verður síðan vaxandi SV átt síðdegis, 13-18 m/s í nótt og á morgun og rigning eða skúrir en um landið austanvert verður suðvestanáttin lítið eitt hægari og léttskýjað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024