Áfram væta
Klukkan 8 í morgun voru NV 6 á Garðskagavita og hiti 10 stig.
Klukkan 6 var vestlæg átt á landinu, víða 3-8 m/s en hvassara við norðvesturströndina. SA-lands var léttskýjað, en dálítil rigning á N- og NA-landi. Hiti 6 til 12 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestan 5-10 og skýjað. Hægari síðdegis, en suðaustan 5-10 og rigning eða súld á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Léttskýjað á S- og SA-landi, annars skýjað en úrkomulítið, en dálítil væta norðaustantil fram eftir degi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á SA-landi. Hæg breytileg átt og bjartviðri á morgun, en suðaustan 5-10 og fer að rigna vestantil á landinu.