Áfram töluvert hvasst
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring
Norðan 5-15 m/s, hvassast á sunnanverðu Snæfellsnesi í fyrstu, en hæg norðlæg eða breytileg átt í kvöld og á morgun. Skýjað með köflum eða léttskýjað og hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir, en skýjað með köflum V-lands og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-til á landinu.
Á föstudag:
Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað á NA-verðu landinu fram eftir degi. Hiti breytist lítið.