Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram sunnanáttir
Fimmtudagur 15. október 2009 kl. 08:16

Áfram sunnanáttir


Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Suðvestan 10-15 m/s og skúrir. Lægir smám saman í dag, skýjað með köflum og stöku skúrir, en sunnan 5-8 og þurrt í kvöld. Sunnan 10-18 og rigning á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir. Sunnan 5-10 og léttskýjað með köflum í kvöld. Sunnan 10-15 og rigning á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á föstudag:
Sunnan 10-18 m/s og skúrir en síðan rigning á verstanverðu landinu, en hægari vindur og léttskýjað að mestu eystra. Hiti 4 til 10 stig.

Á laugardag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta víða um land, einkum vestantil á landinu. Kólnar heldur í veðri.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt með rigningu eða slyddu af og til, en lengst af þurrt A og SA-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og slydda eða rigning með köflum, en úrkomulítið austantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með úrkomu, einkum um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024