Áfram súldarloft
Faxaflói: Hæg vestlæg eða breytileg átt og súld með köflum, en dálítil rigning eða súld síðdegis. Sunnan og suðaustan 5-10 seint á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag og fimmtudag:
Sunnan og suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Vætusamt sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjartviðri á köflum norðaustantil. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Stíf suðlæg átt með skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands, en rigningu um kvöldið. Úrkomulítið norðaustantil. Kólnar heldur.
Á laugardag:
Gengur líklega í norðaustanátt með snjókomu fyrir norðan, en suðvestanátt og rigning eða súld víða syðra. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast sunnanlands.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið SV- og V-lands. Kólnar.
Byggt á spá Veðurstofu Íslands