Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram næðingur í norðanáttinni
Mánudagur 9. mars 2009 kl. 08:05

Áfram næðingur í norðanáttinni



Kuldinn með norðanáttinni mun áfram bíta í kinn í dag og fram á morgundaginn en þá snýst hann í austanátt með örlítið hlýnandi veðri, samkvæmt sólarhringsspá fyrir Faxaflóasvæðið.
Í dag er spáð norðan 10-15 m/s, en sums staðar mun hvassari, einkum á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi og hvassar vindhviður. Dregur smám saman úr vindi í dag, 5-13 í kvöld. Skýjað með köflum eða léttskýjað og frost 0 til 6 stig. Snýst í austan 5-10 seint á morgun, hlýnar og þykknar upp.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á þriðjudag:
Norðan 5-13 m/s og él, en bjartviðri sunnantil á landinu. Snýst í vaxandi austanátt sunnan- og vestanlands um kvöldið og þykknar upp. Frost 1 til 8 stig, en hiti um frostmark við suðurströndina.

Á miðvikudag:

Austlæg átt, 8-15 m/s og víða snjókoma eða slydda, en dálítil él norðanlands. Hiti 0 til 4 stig sunnan- og suðvestanlands, en annars vægt frost.

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðan- eða norðaustanátt og dálítil él, en yfirleitt þurrt og bjart veður um landið suðvestanvert. Kalt í veðri.
---

Ljósmynd/Ellert Grétarsson – Frá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024