Áfram milt og bjart
Kl. 09 var hæg austlæg eða breytileg átt víðast hvar, en strekkingur við suðurströndina. Skýjað var sunnan- og vestanlands og þurrt að kalla, en léttskýjað norðan- og austantil á landinu. Hlýjast var 5 stiga hiti á Hornbjargsvita, en kaldast 6 stiga frost á Möðruvöllum.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og bjartviðri að mestu, en súld á morgun. Hiti 1 til 6 stig.