Áfram lokað, staðan endurmetin kl. 13
Frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum:
Lokað er að gosstöðvunum. Staðan verður endurmetin klukkan eitt í dag eftir fund viðbragðsaðila.
Reykur frá gróðureldum berst yfir gönguleið að gosstöðvum. Við þessar aðstæður getur lögreglustjóri ekki tryggt öryggi þeirra sem inn á svæðið fara.
Þrátt fyrir að lokað sé inn á svæðið þurftu björgunarsveitir eftir sem áður að leita að tveimur ferðamönnum í nótt. Karlmanni á fertugsaldri sem fannst á Höskuldarvallavegi á sjötta tímanum í morgun og konu sem fannst austan við Keili á þriðja tímanum í nótt.
Spá veðurvaktar um gasdreifingu í dag:
Norðan og norðvestan 5-8 m/s, en bætir heldur í vind síðdegis á morgun. Lægir seint annað kvöld. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstrandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum.
Spá gerð: 17.07.2023 08:02. Gildir til: 18.07.2023 23:59.