Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram kalt í veðri
Þriðjudagur 3. mars 2009 kl. 08:11

Áfram kalt í veðri

Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Vaxandi norðaustan átt, 8-15 m/s upp úr hádegi, en hvassara á Snæfellsnesi. Skýjað með köflum og dálítil él norðantil í dag. Dregur heldur úr vindi á morgun og léttir til. Frost 2 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en heldur hægari sunnantil á landinu og þurrt og bjart að mestu. Frost 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Á fimmtudag:
Minnkandi norðaustan átt og él norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:

Norðlæg eða breytileg vindátt og dálítil él víða um land, einkum um landið norðanvert. Kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu N- og A-lands og frosti um allt land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024