Áfram hvítt
Suðvestan og sunnan 5-13 m/s og él við Faxaflóa. Frost 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark við sjóinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan og sunnan 5-13 m/s og él. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Vaxandi austanátt og fer að snjóa, fyrst S-lands. Austan og norðaustan 13-20 síðdegis, snjókoma og vægt frost, en talsverð rigning og hiti 1 til 5 stig SA-til.
Á sunnudag:
Norðvestan og vestan 10-18 m/s, en hægari SV-lands. Snjókoma N-til, annars él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust SA-til.
Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi í bili.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir umhleypingasamt veður og úrkomu víða um land.