Áfram hvasst
Veðurspáin gerir ráð fyrir að vind lægi smám saman fram að helgi en þá búast við hinu skaplegasta sumarveðri, gangi spáin eftir. Í dag er gert ráð fyrir suðaustan 10-18 m/s við Faxaflóann og víða hvössum vindhviðum við fjöll fram eftir degi. Heldur hægari vindur á morgun. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt og hiti á bilinu 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Austan 5-13 m/s og dálítil súld eða þokuloft sunnan- og austanlands, en bjart með köflum norðan- og vestanlands. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á föstudag:
Austan kaldi og rigning eða súld með köflum um landið sunnanvert, en yfirleitt hægari og bjart norðantil. Áfram hlýtt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt. Sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 16 stig.
----
VFmynd/elg – Kvöldsól yfir Reykjanesbæ í gær.