Áfram hlýtt og bjart á Suðurnesjum
Í dag kl. 15 var austlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Stöku skúrir voru inn til landsins, en annars víða skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti var 5 til 17 stig, hlýjast á Húsafelli.
Yfirlit: Við Jan Mayen er 1023 mb hæð sem þokast SA, en 1000 mb lægð um 400 km S af Ingólfshöfða þokast ANA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg átt fram á nótt, en hæg breytileg átt eða hafgola á morgun. Skýjað með köflum og síðdegisskúrir í flestum landshlutum. Hiti á bilinu 5 til 16 stig, svalast við sjóinn norðan- og austanlands, en hlýjast suðvestanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola. Bjartviðri að mestu, en stöku síðdegisskúrir. Hiti 9 til 16 stig.