Áfram búist við frosti
Klukkan 9 var suðlæg átt, víða 3-10 m/s, en hæg norðanátt suðaustanlands. Dálítil snjókoma eða él vestantil á landinu, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti var frá 3 stigum á Garðskagavita niður í 23 stiga frost á Möðrudal.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan og vestan 5-10 m/s og él, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil. Sunnan 8-13 og dálítil slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu á morgun og einnig suðaustanlands síðdegis, en hægari vindur og áfram bjartviðri norðaustan- og austanlands. Heldur hlýnandi.