Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfram blautt í veðri
Mánudagur 1. ágúst 2005 kl. 13:26

Áfram blautt í veðri

Á hádegi var yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt en hvassast var á Stórhöfða, 17 m/s. Dálítil súld sunnan- og vestanlands en annars skýjað eða þokuloft. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast í innsveitum á Norðausturlandi.

Yfirlit: 600 km SV af Reykjanesi er 990 mb lægð sem hreyfist lítið í dag en A á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Austan og suðaustan 8-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en lægir í kvöld. Mun hægari vindur á Norður- og Austurlandi, skýjað og dálítil rigning með kvöldinu. Hæg austlæg átt á morgun og rigning eða skúrir, en léttir víða til fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan- og austanlands.
Veðurhorfur við Faxafóa til kl. 18 á morgun: Suðaustan 10-15 m/s og rigning en sunnan 5-10 og súld seint í kvöld. Austan 5-10 og skúrir í fyrramálið en dálítil rigning síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024