Áfram bíðviðri
Á Garðsskagavita voru SA 3 klukkan 8 og hiti 12 stig. Klukkan 6 í morgun var hægviðri víða léttskýjað á norðanverðu landinu, en skýjað að mestu sunnanlands. Þokuloft var sums staðar við sjávarsíðuna. Hiti var 5 til 11 stig, svalast við austurströndina.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og skýjað, en hafgola og léttir til síðdegis. Yfirleitt bjart á morgun. Hiti 10 til 18 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Hægviðri eða hafgola og yfirleitt bjart veður, en sums staðar þokuloft við ströndina í nótt. Norðaustan 3-8 m/s og dálítil væta suðaustanlands á morgun. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.