Áfram á bakvið lás og slá
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaenss að 6 karlmenn, 5 Litháar og 1 Íslendingur, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á ætluðu mansali og skipulagðri glæpastarfsemi yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að tvær vikur.
Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldskröfurnar en markaði gæsluvarðhaldinu skemmri tíma hjá öllum mönnunum eða allt til miðvikudagsins 11. nóvember n.k.