Afmæliskaffi í Reykjaneshöllinni
Árni Sigfússon bæjarstjóri gæddi sér á kaffi og kleinum í Reykjaneshöllinni í dag á opnu húsi sem haldið var í tilefni þess að laugardaginn 19. febrúar verða liðin 5 ár frá því að byggingin var tekin í notkun.
Það var nóg um að vera í höllinni í morgun. Eldri borgarar voru í sinni venjulegu heilsubótargöngu og þótti ekki verra að hvíla sig örlítið og spjalla við bæjarstjórann yfir kaffibolla.
Undirbúningur fyrir leikjadag Frístundaskólans stóð yfir og var verið að blása í hoppukastala sem nemendur nýta sér á föstudögum. Seinna um daginn hefjast svo æfingaleikir og því er nóg um að vera í Reykjaneshöllinni.
Myndir og texti af vefsíðu Reykjanesbæjar