Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 12. júlí 2001 kl. 12:00

Afmælishátíð í Bláa lóninu

Þann 15. júlí næstkomandi eru tvö ár liðin frá því að nýji baðstaðurinn við Bláa Lónið opnaði.Í tilefni að því gefst öllum baðgestum Bláa Lónsins kost á að komast í afmælispott Bláa Lónsins helgina 13.-15. júlí. Þann 16. júlí verður eitt nafn dregið úr pottinum og hlýtur sá aðili ferð fyrir tvo til áfangastaðar Flugleiða í Evrópu að eigin vali. Einnig gefst hlustendum Létt 96,7 kostur á því að vinna glaðning frá Bláa Lóninu fimmtudag og föstudag.
Á afmælisdaginn verður endurnærandi axla- og herðanudd fáanlegt frá kl. 10:00 til 22:00. Gleðisveit Gests Pálmasonar flytur gestum lónsins skemmtilega tóna frá kl 15:00 til 18:00 og veitingarstaðurinn við Bláa Lónið býður upp á ljúffengan matseðil alla afmælishelgina. Grillað verður á veröndinni ef veður leyfir. Bláa Lóns Heilsuvörur verða með kynningu á húðverndarvörur á milli kl 13-17 laugardag og sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024