Afmælisflugi Atlanta frestað til sunnudags
Afmælisflugi flugfélagsins Atlanta, sem fyrirhugað var síðdegis í dag, hefur verið frestað til sunnudags vegna veðurs. Í ár er liðin öld frá því Wright-bræður fóru í fyrstu flugferðina og af því tilefni ætlar Fyrsta flugs félagið, félag áhugamanna um flugmál, að minnast flugafreksins með útsýnisflugi með breiðþotu Atlanta.Fyrirhugað var að fara frá Keflavíkurflugvelli klukkan 17 í dag, en ferðinni hefur verið frestað til klukkan 11 á sunnudag. Flogið verður inn á hálendi Íslands þar sem farþegar eiga að njóta útsýnisins. Flugvélin rúmar 460 farþega en aðeins verður selt í 330 sæti þannig að sem flestir njóti útsýnisins.
Flugstjóri verður Arngrímur Jóhannsson, einn af eigendum Atlanta, og Ómar Ragnarsson fréttamaður mun lýsa landslaginu. Auk þeirra verða fimm trúðar með í ferðinni til að bregða á leik við farþega. Allir þátttakendur mun síðan fá sérstakt heiðursskjal til staðfestingar um að hafa verið í þessari afmælisflugferð flugsins.
Morgunblaðið greinir frá.
Flugstjóri verður Arngrímur Jóhannsson, einn af eigendum Atlanta, og Ómar Ragnarsson fréttamaður mun lýsa landslaginu. Auk þeirra verða fimm trúðar með í ferðinni til að bregða á leik við farþega. Allir þátttakendur mun síðan fá sérstakt heiðursskjal til staðfestingar um að hafa verið í þessari afmælisflugferð flugsins.
Morgunblaðið greinir frá.