Afmæli Gerðaskóla fagnað í dag
Í dag kl. 10 verður 140 ára afmæli Gerðaskóla í Garði fagnað en afmælisdagurinn sjálfur er nk. sunnudag, 7. október. Nemendur og kennarar hafa verið að gera sér dagamun síðustu tvo daga og svo verður einnig í dag.
Gerðaskóli er í hópi elstu starfandi skóla landsins í dag. Í dag milli kl. 10 og 12 er foreldrum og öðrum velunnurum skólans boðið að koma í heimsókn í skólann og fylgjast með vinnu nemenda. Í dag milli kl. 10 til 11 verður stutt formleg afmælisathöfn í Miðgarði, sal skólans.