Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Afmæli Garðvangs og Hlévangs fagnað
Mánudagur 5. desember 2011 kl. 08:26

Afmæli Garðvangs og Hlévangs fagnað

Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum (DS) fagnaði 35 ára afmæli Garðvangs og 30 ára afmæli Hlévangs um þarsíðustu helgi. Garðvangur hóf starfsemi 13. nóvember 1976 og DS yfirtók rekstur Hlévangs árið 1981.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að jafnaði eru íbúar á Garðvangi og Hlévangi 68 til 70 talsins hverju sinni. Heimilin tvö eru rekin sem hjúkrunarheimili og sama þjónusta er í boði á báðum stöðum. Starfsmenn heimilanna eru í nálægt 60 stöðugildum.

Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri DS, sagði í ávarpi sem hann flutti í afmælishófinu að heimilin væru sérstaklega heppin með starfsfólk sem margt hvert hefur starfað á heimilunum í áratugi. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að það gangi hins vegar illa að fá nýtt fólk til starfa. Það sé ekki auðveldara í dag heldur en þegar aðgangur að atvinnu var meiri.

Í dag eru um 30 einstaklingar á biðlista eftir plássi á heimilunum. Nú stefnir í að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili verði byggt í Reykjanesbæ. Finnbogi segir það fagnaðarefni því þegar það heimili verður tekið í notkun verði hægt að ráðast í nauðsynlegar endurbætur t.a.m. á Garðvangi og Hlévangur nýtist þá áfram sem hjúkrunarheimili, a.m.k. um sinn.