Aflaverðmæti skipa Þorbjarnar Fiskaness 3,1 milljarðar
Aflaverðmæti fiskiskipa Þorbjarnar Fiskaness hf. í Grindavík var 3,1 milljarður á síðasta ári og heildaraflinn tæplega 30 þúsund tonn. Aflahæsta skip félagsins var Gnúpur GK-11 með tæplega 5.500 tonna afla og nam aflaverðmætið rúmum 570 milljónum króna. Hrafn Sveinbjarnarson GK-225 var með tæpar 550 milljónir í aflaverðmæti á síðasta ári og 4.735 tonna afla. Í þriðja sæti yfir aflahæstu skip Þorbjarnar Fiskaness á síðasta ári er Hrafn GK-111 með 4.298 tonna afla og nam aflaverðmætið 2526 milljónum króna.
Töluverðar breytingar urðu á skipaeign félagsins á síðasta ári. Fjögur skip voru seld og einu skipi var lagt – sjá meðfylgjandi töflu:
Skip | Afli-tonn | Aflaverðmæti | Annað |
Gnúpur GK-11 | 5.487 | 570.168.769 | |
Hrafn Sveinb. GK-225 | 4.735 | 549.616.330 | |
Hrafn GK-111 | 4.298 | 526.758.696 | |
Geirfugl GK-66 | 2.074 | 236.363.416 | |
Þuríður Halld. GK-94 | 1.878 | 234.633.379 | |
Ágúst GK-95 | 1.891 | 223.110.898 | |
Valdimar GK-195 | 1.825 | 219.822.409 | |
Albatros GK-60 | 977 | 120.069.909 | Seldur 15.05.04 |
Sturla GK-12 | 866 | 100.064.075 | Hóf veiðar 1.09.04 |
Grindvíkingur GK-606 | 2.166 | 126.721.173 | Seldur í apríl 04 |
Skarfur GK-666 | 2.376 | 41.593.926 | Seldur í maí 04 |
Hafberg GK-377 | 514 | 76.257.590 | Lagt í júli |
Stafnes KE-130 | 523 | 74.923.300 | Lagt í apríl/selt |
Samtals | 29.610 | 3.100.103.870 |