Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aflaverðmæti næstmest á Suðurnesjum
Mánudagur 4. apríl 2016 kl. 13:48

Aflaverðmæti næstmest á Suðurnesjum

Aukning 12,5% milli ára

Höfuðborgarsvæðið ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta þegar kemur að því að meta verðmæti landaðs fiskafla en Suðurnesin fylgja fast þar á eftir. Á síðasta ári var verðmæti fiskaflans á höfuðborgarsvæðinu 38,3 milljarðar króna og jókst það um 12,8%. Það er nokkru fyrir ofan landsmeðaltalið en á heildina litið jókst verðmæti landaðs afla um 11% og varð 151 milljarður króna.

Suðurnesin eru í öðru sæti í aflaverðmætinu með 25,2 milljarða króna, sem er svipuð aukning og á höfuðborgarsvæðinu eða 12,5%. Kvótinn.is greinir frá.

Í þriðja sætinu er Austurland með 23,9 milljarða króna. Þar er aukningin hins vegar 27,1% og skýrist hún að langmestu leyti af auknum verðmætum í uppsjávarafla, einkum loðnu, en afli og aflaverðmæti hennar á síðasta ári meira en þrefaldaðist í fyrra miðað við árið 2014.

Norðurland eystra er í fjórða sætinu með 18,2 milljarða króna. Það er nánast sama vermæti og árið áður, aukningin er aðeins 0,4%, sem er töluvert undir landsmeðaltalinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024