Aflaverðmæti Gnúps 328 milljónir á einum mánuði
Frystitogarinn Gnúpur sem Þorbjörn í Grindavík gerir út hefur landað úthafskarfa að verðmæti 328 milljónir króna á einum mánuði. Gnúpur landaði þann 8. júní sl. úthafskarfa að verðmæti 150 milljónir króna. Daginn eftir hélt hann aftur á miðin og landaði úthafskarfa á ný í gær fyrir 178 milljónir.
Aðrir frystitogarar Þorbjarnar hafa gert það gott að undanförnu. Hrafn landaði í gær og var aflaverðmætið 119 milljónir. Hrafn Sveinbjarnarson landaði í síðustu viku og var aflaverðmætið 88 milljónir.