Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aflaverðmæti eykst bara á Suðurnesjum
Miðvikudagur 26. janúar 2005 kl. 16:29

Aflaverðmæti eykst bara á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum var unnið úr fiskveiðiafla að verðmæti 9,5 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2004 og er það aukning um 460 milljónir króna á milli ára eða 5%.

Suðurnes eru eini landshlutinn þar sem aflaverðmæti eykst á milli ára, en annarsstaðar er samdráttur á bilinu 1,2%  á höfuðborgarsvæðinu upp í 13,5% á Austurlandi þar sem var unnið úr afla að verðmæti 7 milljarða króna sem er 1 milljarði króna minna en á sama tímabili á árinu 2003.

Magntölur helstu tegunda á Suðurnesjum á tímabilinu voru þær að um 34.387 tonn veiddust af þorski, 35.575 tonn af loðnu, 10.637 tonn af ýsu, um 9.000 tonn af ufsa og rúm 6.000 tonn af karfa.

 

 

 

 

 

 

 

 

Aflatölur frá Hagstofu

Tafla/Hagstofa.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024