Aflaverðmæti eykst bara á Suðurnesjum
Á Suðurnesjum var unnið úr fiskveiðiafla að verðmæti 9,5 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2004 og er það aukning um 460 milljónir króna á milli ára eða 5%.
Suðurnes eru eini landshlutinn þar sem aflaverðmæti eykst á milli ára, en annarsstaðar er samdráttur á bilinu 1,2% á höfuðborgarsvæðinu upp í 13,5% á Austurlandi þar sem var unnið úr afla að verðmæti 7 milljarða króna sem er 1 milljarði króna minna en á sama tímabili á árinu 2003.
Magntölur helstu tegunda á Suðurnesjum á tímabilinu voru þær að um 34.387 tonn veiddust af þorski, 35.575 tonn af loðnu, 10.637 tonn af ýsu, um 9.000 tonn af ufsa og rúm 6.000 tonn af karfa.
Tafla/Hagstofa.is