Aflaskerðing og ótíð segir til sín
Þorskafli í Grindavík dregst verulega saman í nóvember á milli ára, samkvæmt bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Er þar væntanlega um að kenna aflaskerðingu ríkisvaldsins í bland við ótíð. Í nóvember í fyrra bárust 897 tonn af þorski í land í Grindavík. Í nóvember síðastliðnum eru þorsktonnin ekki nema 376.
Sjómenn hafa sótt meira í ýsuna eftir að kvótinn í henni var aukin og reyna þá að hafa þorskinn sem meðafla. 388 tonnum af ýsu var landað í Grindavík nú í nóvember á móti 297 tonnum í sama mánuði á síðasta ári. Þá hefur ufsaaflinn aukist úr 515 tonnum í 682 tonn.
Í Sandgerði helst afli nokkuð svipaður, þorskafli dregst nokkuð saman í Keflavík eins og búast mátti við en ýsuaflinn eykst úr 74 tonnum í 209 tonn.
Sjómenn hafa sótt meira í ýsuna eftir að kvótinn í henni var aukin og reyna þá að hafa þorskinn sem meðafla. 388 tonnum af ýsu var landað í Grindavík nú í nóvember á móti 297 tonnum í sama mánuði á síðasta ári. Þá hefur ufsaaflinn aukist úr 515 tonnum í 682 tonn.
Í Sandgerði helst afli nokkuð svipaður, þorskafli dregst nokkuð saman í Keflavík eins og búast mátti við en ýsuaflinn eykst úr 74 tonnum í 209 tonn.