„Aflamarksskipin ekki lengur sýnileg almenningi“
Fyrir skömmu var haldinn fundur í Grindavík sem var boðaður af hópi útgerðarmanna og skipstjóra vertíðskipa á aflamarki. Á fundinum var samþykkt ályktun til stjórnvalda.
Þar er skorað á ríkisstjórn og alþingi að hreyfa ekki við lögum um að smábátar verði settir á aflamark í öðrum tegundi en þorski nú í haust. Þar kemur einnig fram að það sé ólíðandi að framhald verði á mismunun þeirri sem nú er varðandi veiðar á öðrum tegundum en þorski milli smábáta annars vegar og skipa á aflamarki hins vegar. Einnig var rædd sú togstreita sem upp er komin á milli smábátasjómanna og annarra sem vinna í aflamarki.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík flutti framsögu á fundinum. Pétur er þeirrar skoðunar að aflamarksskipin séu ekki lengur sýnileg almenningi og sagði alþingismenn vera sömu skoðunnar. „Það er ennþá til stór hópur einstakinga í útgerð í aflamarksskerfinu þó sumir menn tali stundum á öðrum nótum“, segir Pétur. Björn Jónsson frá LÍÚ hélt einnig tölu á fundinum. Þar kom fram að smábátar hafa veitt langt um fram þær viðmiðanir sem stjórnvöld hafa sett þeim. „Mest hefur framúrkeyrslan verið í ýsuveiðum. Helgast það af því að ýsan er mun verðmætari fiskur en ufsinn. Árið 1994 var tekin upp áætlun um afla til handa smábátum sem nam 3,08% af úthlutuðu aflamarki og hefur hún farið stighækkandi árlega síðan. Á síðasta ári var við það miðað að hlutdeild þeirra væri 7,14%, en algert stjórnleysi leiddi til þess að veiðarnar urðu 23,75% af ákvörðuðum heildarafla. Í stað 2.500 tonna sem gert var ráð fyrir að bátarnir veiddu, námu veiðar þeirra 8.312 tonnum, eða 5.812 tonnum meira en áætlað var. Aflamarksskipin veiddu 292 tonnum meira af ýsukvótanum en ákvarðað var, en sá kvóti dregst frá þeim á næsta ári“, sagði Björn á fundinum.
Þar er skorað á ríkisstjórn og alþingi að hreyfa ekki við lögum um að smábátar verði settir á aflamark í öðrum tegundi en þorski nú í haust. Þar kemur einnig fram að það sé ólíðandi að framhald verði á mismunun þeirri sem nú er varðandi veiðar á öðrum tegundum en þorski milli smábáta annars vegar og skipa á aflamarki hins vegar. Einnig var rædd sú togstreita sem upp er komin á milli smábátasjómanna og annarra sem vinna í aflamarki.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík flutti framsögu á fundinum. Pétur er þeirrar skoðunar að aflamarksskipin séu ekki lengur sýnileg almenningi og sagði alþingismenn vera sömu skoðunnar. „Það er ennþá til stór hópur einstakinga í útgerð í aflamarksskerfinu þó sumir menn tali stundum á öðrum nótum“, segir Pétur. Björn Jónsson frá LÍÚ hélt einnig tölu á fundinum. Þar kom fram að smábátar hafa veitt langt um fram þær viðmiðanir sem stjórnvöld hafa sett þeim. „Mest hefur framúrkeyrslan verið í ýsuveiðum. Helgast það af því að ýsan er mun verðmætari fiskur en ufsinn. Árið 1994 var tekin upp áætlun um afla til handa smábátum sem nam 3,08% af úthlutuðu aflamarki og hefur hún farið stighækkandi árlega síðan. Á síðasta ári var við það miðað að hlutdeild þeirra væri 7,14%, en algert stjórnleysi leiddi til þess að veiðarnar urðu 23,75% af ákvörðuðum heildarafla. Í stað 2.500 tonna sem gert var ráð fyrir að bátarnir veiddu, námu veiðar þeirra 8.312 tonnum, eða 5.812 tonnum meira en áætlað var. Aflamarksskipin veiddu 292 tonnum meira af ýsukvótanum en ákvarðað var, en sá kvóti dregst frá þeim á næsta ári“, sagði Björn á fundinum.