Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aflafréttir:  Rólegur október á Suðurnesjum
Valþór GK var með 20 tonn í átján löndunum í október. Hér kemur Vonin KE með Valþór GK að landi eftir að skipið hafði fengið í skrúfuna í Garðsjó á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 11:47

Aflafréttir: Rólegur október á Suðurnesjum

Í síðasta pistli þá var farið aðeins yfir það hvernig bátunum af Suðurnesjunum gekk að veiða í október og var þá miðað við bátana sem voru að landa úti á landi. Skoðum aðeins stöðuna hér á Suðurnesjum.

Byrjum í Grindavík. Þar komu á land samtals 2363 tonn. Af þessum afla voru hátt í 2040 tonn sem komu á land frá frystitogurunum. Hrafn Sveinbjarnarsson GK landaði 1400 tonnum í Grindavík í fjórum löndunum og Gnúpur GK 640 tonnum. Eftir standa þá 322 tonn sem á land komu í Grindavík af bátum. Munar þar mestu um togbátanna Áskel EA sem landaði 128 tonn í tveimur róðrum og Vörð EA 147 tonn í tveimur. Fyrir utan þessi skip þá var frekar lítið um að vera í Grindavík. Rán GK var með 12,2 tonn á línu. Kristbjörg ÁR var á dragnót og landaði 32 tonn í fimm róðrum.  Þórdís GK var á handfærum og var með 1,9 tonn í þremur róðrum,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Sandgerði þá var líka frekar rólegt og komu þar á land aðeins 269 tonn reyndar af nokkuð mörgum bátum. Sigurfari GK kom með 59 tonn í fjórtán róðrum.  Benni Sæm GK 70 tonn í fjórtán, Andey GK 25 tonn í átta, Addi afi GK 18 tonn í sex, Birta Dís GK 9 tonn í fjórum og Ölli Krókur GK 2,2 tonn í tveimur róðrum.  

Máni II ÁR var með 16,4 tonn í fimm róðrum og má geta þess að Máni II ÁR hefur undanfarin ár róið á línu með bölum, en eigandinn af bátnum sett í bátinn línukerfi og er línan stokkuð upp í landi og beitt um borð.  Máni II ÁR hefur að mestu róið frá Þorlákshöfn en á þó smá tengingu við Sandgerði, því að báturinn var tekinn upp í Sandgerðishöfn og settur til Sólplasts sem er þar í bænum og þar var bátnum breytt ansi mikið. Var lengdur og breikkaður og gerður eins og hann er núna.  

Þessi þróun að línubátar séu að færa sig yfir í beitningavél hefur nokkuð undið uppá sig og t.d hafa núna þrír bátar á Vestfjöðrum farið yfir á beitningavél af bölum. Allir þessir bátar fyrir utan fyrstu tvo sem eru nefndir eru línubátar. Ragnar Alfreðs GK var með 4,8 tonn í tveimur róðrum.  Þrír netabátar réru og voru Neisti HU með 257 kíló í einni löndun og Kiddi RE með 983 kíló í þremur, en báðir þessir bátar voru að veiðar skötusel. Valþór GK sem er á þorskanetum var með 6,1 tonn í fjórum róðrum.

Í Keflavík var landað 339 tonnum og í Njarðvík 41 tonnum.  Maron GK var í Njarðvík með 40 tonn á netum. Í Keflavík þá lönduðu báðir togarar Nesfisks. Berglín GK var með 107 tonn og Sóley Sigurjóns GK 110 tonn, báðir í einni löndun.  

Benni Sæm GK var með 20 tonn í sex og Siggi Bjarna GK 34 tonn í átta, báðir á dragnót.  Valþór GK var með 20 tonn í átján, Halldór Afi GK 18 tn. í sautján og Sunna Líf GK 15 tn. í níu róðrum.  

Sem sé frekar rólegt í höfnunum á Suðurnesjum í október. Enda eru flestir bátanna eins og áður segir úti á landi og margir smábátanna komnir uppá land.

[email protected]