Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhjúpuðu gönguleiðaskilti í Grindavík
Laugardagur 21. janúar 2006 kl. 16:47

Afhjúpuðu gönguleiðaskilti í Grindavík

Ferðamálasamtök Suðurnesja afhjúpuði á miðvikudag fyrsta gönguleiðaskiltið í gönguleiðaverkefni samtakanna. Skiltið er stækkuð mynd úr gönguleiðakorti samtakanna frá því 2004 með nokkrum breytingum.

Skiltið nær yfir svæðið frá vestasta hluta Reykjanessins og austur að Festarfjalli og frá suðurströnd Reykjanessins norður fyrir Stapafell. Inná því eru allar fornar gönguleiðir á svæðinu auk hella, sela o.fl.

Það var bæjarstjórinn í Grindavík Ólafur Örn Ólafsson og formaður FSS Kristján Pálsson sem afhjúpuðu skiltið sem er staðsett í miðbæ Grindavíkur. Uppsetning gönguleiðaskilta er liður í gönguleiðaverkefninu og verða næstu skilti sett upp í Reykjanesbæ og á Vatnsleysuströnd.

Að sögn Kristjáns Pálssonar, formanns FSS er stikun fornra gönguleiða í fullum gangi og þessa stundina verið að stika Prestastíg og þar á eftir verður Skógfellavegur stikaður og svo fleiri í framhaldi af því. Verkefnið er styrkt af Pokasjóði og SSS.

Hjá FSS hefur gönguleiðanefnd leitt verkefnið en í henni sitja: Kristján Pálsson form., Reynir Sveinsson, Ásgeir Hjálmarsson, Óskar Sævarsson, Rannveig L. Garðarsdótti, Helga Ingimundardóttir, Viktor Guðmundssons og Ómar Smári Ármannsson. Það er fyrirtækið Girðir sem setur skiltin upp og stikar gönguleiðirnar.


Myndin: Ásgeir Hjámarsson safnstjóri Garði, Reynir Sveinsson fostöðumaður
Sandgerði, Kristján Pálsson form. FSS, Óskar Sævarsson ferðamálafulltrúi
Grindavíkur og Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024