Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhentu styrk til Skessuhellis í minningu Vilhjálms Ketilssonar
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 12:16

Afhentu styrk til Skessuhellis í minningu Vilhjálms Ketilssonar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar afhenti í gær styrk til byggingar á Skessuhelli í Grófinni. Styrkurinn verður notaður til að taka á móti skólabörnum í skessuhellinum en hellirinn verður formlega opnaður á Ljósanótt.

Vilhjálmur var mikill skólamaður og skólastjóri Myllubakkaskóla í Keflavík. Hann varð bráðkvaddur á Ljósanótt fyrir fimm árum. Fjölskylda og ættingjar Vilhjálms hafa haldið minningu hans á lofti m.a. með Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar sem hefur stutt með myndarlegum hætti við verkefni, sérstaklega sem tengjast börnum.

Við afhendingu á styrknum í gær kom fram að Vilhjálmur hafði sérstakt dálæti af skessusögum og því væri kærkomið að styrkja verkefnið um Skessuhellinn í Gróf.

Skessan úr ævintýrunum um Siggu og skessuna mun flytja í hellinn á Ljósanótt. Herdís Egilsdóttir, höfundur bókanna um Siggu og skessuna tók formlega við styrknum frá Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar.

Mynd frá afhendingu á styrknum í gær. Frá vinstri: Sigrún Ólafsdóttir, Páll Ketilsson, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Árni Sigfússon og Herdís Egilsdóttir. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi