Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhentu módel af gömlu björgunarskipi
Föstudagur 26. febrúar 2010 kl. 11:28

Afhentu módel af gömlu björgunarskipi

Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði fór í óvissuferð til Reykjavíkur sl. laugardag. Kom hópurinn við í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð og fengu þar fyrirlestur um félagið og skoðuðu húsakynnin. Við þetta tækifæri afhenti sveitin SL módel af gamla björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein sem Þorgeir Valsson, fyrrverandi meðlmimur Sigurvonar, setti saman af mikilli list.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hannes Þ. Hafsteinn kom til Sandgerðis í apríl 1993.Skipið var smíðað í skipasmíðstöðinni Schweers- Werft í Þýskalandi árið 1965, og þjónaði það hjá Þýska sjóbjörgunarfélaginu (DGzRS) þar til það kom til Sandgerðis.

Við komuna til Sandgerðis var skipið nefnt í höfuðið á Hannesi Þ. Hafstein og dótturbáturinn var nefndur eftir Sigurði Guðjónssyni fyrrverandi formanni Sigurvonar, en Hannes Þ. Hafstein vann hörðum höndum við að kaupa skipið til landsins.

Frá árinu 1993 til 2007 sinnti Hannes Þ. Hafstein um 400 útköllum og þjónustubeiðnum.

Myndin er af meðlimum Sigurvonar og Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra SL, þegar módelið var afhent.



Texti og mynd af vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar.