Afhentu boli vegna reyklausa dagsins
Nemendur 7. LBG úr Holtaskóla kíktu í heimsókn til Víkurfrétta og í tilefni reykalusa dagsins í dag 31. maí afhentu þau tvenna boli sem þau höfðu hannað í tengslum við samkeppnina reyklaus bekkur. Alls tóku 320 bekkir þátt og komu þeir alls staðar af landinu. Keppnin er haldin í fjölmörgum Evrópulöndum þetta skólaár tóku þátt auk Íslands: Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg, Malta, Portúgal ,Spánn Sviss, Wales og Þýskaland. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta veitti bolunum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.
VF mynd/Brynjar Guðlaugsson, texti/Natan Freyr Guðmundsson