Afhentu 965.000 kr. til blóðlækningadeildar
Klemenz Sæmundsson og fjölskylda hafa afhent Blóðlækningadeild LSH afrakstur söfnunarinnar sem þau stóðu fyrir í kringum afmælið hans í september sl.
Þá hjólaði Klemenz hringinn um Ísland (Veg 1) og söfnunarfjárhæðin var 965.000 kr. sem mun renna í uppbyggingu á herbergi á blóðlækningadeildinni en þar dvelja oft aðstandendur sjúklinga og þar vantar þarna ýmsan búnað sem þarf að vera til staðar. Vonandi koma þessir fjármunir einmitt til góða, segir í innleggi á fésbókarsíðu söfnunarinnar.
Að endingu má minna á Klemmann næstkomandi gamlásdagsmorgunn. Þeir sem ætla að ganga fara af stað kl. 08:00 og þeir sem ætla að hlaupa og hjóla leggja af stað kl. 09:00.