Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Afhendingaröryggið er ófullnægjandi
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 09:53

Afhendingaröryggið er ófullnægjandi

„Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur Suðurnesjamenn því afhendingaröryggið er ófullnægjandi með aðeins eina línu inn á svæðið. Einnig er vaxandi þörf fyrir meiri raforku t.d. vegna mikillar uppbyggingar í kringum Leifsstöð og fjölgunar íbúa,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í viðbrögðum við frétt þar sem greint er frá því að Hæstirétt­ur hef­ur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­ness, þar sem fellt var úr gildi fram­kvæmda­leyfi sem sveit­ar­fé­lagið Vog­ar gaf út til Landsnets vegna Suður­nesjalínu 2.
 
Í mál­inu höfðu nokkr­ir ein­stak­ling­ar og tvö fyr­ir­tæki kraf­ist þess að ógilt yrði ákvörðun sveit­ar­fé­lags­ins, frá því í mars 2015, um að veita Landsneti um­rætt fram­kvæmda­leyfi. Greint er frá úrskurði Hæstaréttar á vef mbl.is.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024