Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afgirt svæði fyrir hunda
Fimmtudagur 14. júlí 2005 kl. 16:10

Afgirt svæði fyrir hunda

Afgirt hundasvæði fyrir almenning verður opnað á morgun klukkan 10. Svæðið er að Vatnsnesvegi 5 og í eigu K-9 Hundaskólans. Verkefnið er styrkt af Reykjanesbæ.

Svæðið er nokkuð stórt, þó ekki svo að hætta sé á að týna besta vininum. Bekkur er fyrir miðju svo eigendur geti hvílt sig meðan hundarnir brenna smá af aukaorkunni. Rúmlega helmingur svæðisins er tyrfður með möl á móti.

Hundaeigendur hafa kvartað nokkuð undanfarið vegna þess að ekki hefur verið sérafmarkað svæði fyrir hunda fyrr en nú. Hér er því komið kjörið tækifæri til að viðra hundinn, lofa honum að kynnast öðrum hundum og til að hitta aðra hundaeigendur.

Hundaeigendur eru hvattir til að ganga snyrtilega um svæðið og hirða upp eftir hundana sína. Í tilefni að opnun svæðisins verður 10% afsláttur af öllum vörum í verslun K-9 Hundaskólans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024